Strikið

Strikið var stofnað 22. desember 2005 og er staðsett á fimmtu hæð við Skipagötu 14.

Á Strikinu eru tveir salir og er útsýnið frá þeim báðum stórfenglegt þar sem horft er yfir pollinn og út til fjalla. Útsýnið er okkar sérstaða ásamt faglegum vinnubrögðum bæði í mat og þjónustu. Á sumrin bætast við svalirnar okkar og jafnast ekkert á við það að njóta matar og drykkjar úti undir berum himni með útsýni til allra átta.

Leifur Welding sá um hönnun á Strikinu ásamt eigendum staðarins og er andrúmsloft Striksins bæði létt og fágað. Fagmennskan í mat og drykk er í fyrirrúmi og er stjórnað af þeim Loga Helgasyni yfirmatreiðslumeistara og veitingastjóranum Alexander Magnússyni framreiðslumeistara.

Norðursalur

Er annar af tveimur a’la carte sölum en hentar einnig vel undir veislur svo sem árshátíðir, útskriftarveislur, fermingar og önnur góð tilefni.

Norðursalurinn tekur 40-60 manns í sæti, sendu fyrirspurn á strikid@strikid.is fyrir hópinn þinn!

Svalir

Á góðum sumardegi er fátt betra en að njóta veðurblíðunnar á svölunum hjá okkur!

Heba Finnsdóttir
Heba FinnsdóttirEigandi
heba@strikid.is
Alexander Magnússon
Alexander MagnússonVeitingastjóri
alexander@strikid.is
Logi Helgason
Logi HelgasonYfirmatreiðslumaður
logi@strikid.is